Skattaafsláttur forsenda samninga 31. október 2004 00:01 Loforð fjármálaráðherra um að ekki verði hróflað við sérstökum skattaafslætti sjómanna á samningstímanum var forsenda kjarasamninganna sem undirritaðir voru á laugardag. Sjómannafslátturinn hljóðar upp á 746 krónur á hvern úthaldsdag og þá daga sem teljast til eðlilegra hafnarfría. Upphæðin tekur breytingum samhliða viðlíka breytingum annars staðar í launa- og kjarakerfum, t.d. á dagpeningum, og hækka með verðbólgunni. Loforð fjármálaráðherra gengur þvert gegn sannfæringu hans því fyrir tæpu ári lagði hann fram frumvarp um afnám skattsins. Átti það gerast í áföngum og gerði frumvarpið ráð fyrir að afslátturinn væri úr sögunni árið 2008. Nú hafa sjómenn hinsvegar vissu fyrir að hann gildi til þess tíma. Um 5.500 manns njóta sjómannaafsláttar en því fer fjarri að þar fari aðeins sjómenn í stéttarfélögunum sem sömdu við LÍÚ á laugardag. Smábátasjómenn, hafnsögumenn, sjómenn Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunnar njóta hans einnig og hann nær líka til beitningafólks í landi. Skýrist það af því að það er margt hvert á hlutaskiptasamningum. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn fleiri nýti sér smugur í kerfinu og reikni sér laun út frá hlutaskiptum áhafna án þess að stíga nokkru sinni ölduna. Á síðasta ári nam sjómannaafslátturinn tæpum 1.700 milljónum króna. Sjómannaafslættinum var komið á í kringum 1955 þegar örðugt var að fá Íslendinga til að sækja sjóinn. Varð því að samkomulagi að leiða í lög sérstakan afslátt af sköttum sjómanna til að laða fleiri í stéttina. Í upphafi náði hann aðeins til fiskimanna en síðar fengu farmenn hann einnig og síðar fleiri. Núgildandi krónutölu kerfi var komið á koppinn árið 1987 þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp en áður var afslátturinn hlutfall af tekjum. Náði það allt frá fimm prósentum og upp í tólf prósent þegar það varð hæst. Alla tíð hafa skoðanir á ágæti sjómannaafsláttarins verið skiptar og hafa raddir andstæðinganna hækkað með árunum. Margir eru þeirrar skoðunnar að sama eigi yfir alla að ganga og engin rök hnígi að sérkjörum sjómanna þegar skatturinn er annars vegar. Fylgjendur kerfisins benda á að verði afslátturinn afnmuninn skerðist kjör sjómanna sem því nemur. Andstæðingar þess segja á móti að þá sé það vinnuveitendanna að bæta mismuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Loforð fjármálaráðherra um að ekki verði hróflað við sérstökum skattaafslætti sjómanna á samningstímanum var forsenda kjarasamninganna sem undirritaðir voru á laugardag. Sjómannafslátturinn hljóðar upp á 746 krónur á hvern úthaldsdag og þá daga sem teljast til eðlilegra hafnarfría. Upphæðin tekur breytingum samhliða viðlíka breytingum annars staðar í launa- og kjarakerfum, t.d. á dagpeningum, og hækka með verðbólgunni. Loforð fjármálaráðherra gengur þvert gegn sannfæringu hans því fyrir tæpu ári lagði hann fram frumvarp um afnám skattsins. Átti það gerast í áföngum og gerði frumvarpið ráð fyrir að afslátturinn væri úr sögunni árið 2008. Nú hafa sjómenn hinsvegar vissu fyrir að hann gildi til þess tíma. Um 5.500 manns njóta sjómannaafsláttar en því fer fjarri að þar fari aðeins sjómenn í stéttarfélögunum sem sömdu við LÍÚ á laugardag. Smábátasjómenn, hafnsögumenn, sjómenn Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunnar njóta hans einnig og hann nær líka til beitningafólks í landi. Skýrist það af því að það er margt hvert á hlutaskiptasamningum. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn fleiri nýti sér smugur í kerfinu og reikni sér laun út frá hlutaskiptum áhafna án þess að stíga nokkru sinni ölduna. Á síðasta ári nam sjómannaafslátturinn tæpum 1.700 milljónum króna. Sjómannaafslættinum var komið á í kringum 1955 þegar örðugt var að fá Íslendinga til að sækja sjóinn. Varð því að samkomulagi að leiða í lög sérstakan afslátt af sköttum sjómanna til að laða fleiri í stéttina. Í upphafi náði hann aðeins til fiskimanna en síðar fengu farmenn hann einnig og síðar fleiri. Núgildandi krónutölu kerfi var komið á koppinn árið 1987 þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp en áður var afslátturinn hlutfall af tekjum. Náði það allt frá fimm prósentum og upp í tólf prósent þegar það varð hæst. Alla tíð hafa skoðanir á ágæti sjómannaafsláttarins verið skiptar og hafa raddir andstæðinganna hækkað með árunum. Margir eru þeirrar skoðunnar að sama eigi yfir alla að ganga og engin rök hnígi að sérkjörum sjómanna þegar skatturinn er annars vegar. Fylgjendur kerfisins benda á að verði afslátturinn afnmuninn skerðist kjör sjómanna sem því nemur. Andstæðingar þess segja á móti að þá sé það vinnuveitendanna að bæta mismuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira