Menning

Næturtónleikar í minningu Mozarts

Óperukórinn í Reykjavík heldur sérstæða tónleika í Langholtskirkju í nótt á dánarstundu Mozarts. Wolfgang Amadeus Mozart andaðist klukkan eitt eftir miðnætti aðfararnótt 5. desember árið 1791 en hann var þá langt kominn með að semja sitt síðasta tónverk, Sálumessu. Óperukórinn í Reykjavík, ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvurunum Huldu Björk Garðarsdóttur, Sesselju Kristjánsdóttur, Snorra Wium og Davíð Ólafssyni heiðra minningu tónskáldsins með því að flytja Sálumessuna og hefjast tónleikarnir klukkan eitt eftir miðnætti. Stjórnandi verður Garðar Cortes sem átti hugmyndina að þessum sérstæða flutningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×