Ráðherra sakaður um ósannindi 7. desember 2004 00:01 Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. Stjórnarandstaðan segir að formenn stjórnarflokkanna hafi brotið þingskaparlög með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða, án þess að ákvörðunin kæmi til umræðu í þinginu eða í utanríkismálanefnd. Þeir vilja að aðdragandinn verði rannsakaður og hafa borið upp þingsályktunartillögu um það. Ítrekað hefur þurft að fresta umræðu um hana vegna fjarveru forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Enn og aftur var tekist á um málið á Alþingi í dag og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var sakaður um að hafa farið með ósannindi í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins í gær þegar hann sagði málið hafa verið margrætt í utanríkismálanefnd. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þetta vera brot á 24. grein laga um þingsköp Alþingis um samráðsskyldu ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. „Það er ósvífið að gefa annað til kynna, jafnvel þótt menn séu í nauðvörn með vondan málstað í sjónvarpsþætti,“ sagði Steingrímur og bætti við að reyndir stjórnmálamenn ættu að kunna betur en að fara þrisvar út af sporinu hvað sannleikann varðar, líkt og forsætisráðherra hafi gert í Kastljósinu. Hann kvaðst ennfremur vera farinn að halda að Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og þáverandi forsætisráðherra, hafi einn tekið ákvörðunina um að styðja innrásins í Írak og einfaldlega tilkynnt Halldóri um hana símleiðis. Halldór sagði þessi mál hafa verið margrædd á Alþingi. „En ef ég man rétt þá var Alþingi farið heim vegna þingkosninga þegar innrásin átti sér stað. Og það vill svo til að eftir þessa alvarlegu atburði, og þær ákvarðanir sem voru teknar, þá fóru fram kosningar í landinu,“ sagði Halldór. Eftir líflega Íraksumræðu fóru þingmenn aftur í hár saman eftir að Halldór Ásgrímsson fékk að taka til máls þrisvar en í þingsköpum segir að enginn megi tala oftar en tvisvar í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti þingsins vísaði í stjórnarskrána því til stuðnings en við lítinn fögnuð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira