22 konur - 79 karlar 16. desember 2004 00:01 Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira