Norðurlandasamstarf á krossgötum 27. október 2005 04:45 Steingrímur J. Sigfússon: "Ég hef á tilfinningunni að stjórnmálamennirnir á Norðurlöndunum séu einhvern veginn að missa áhugann." Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, segir alrangt að tillögur um breytingar á starfsemi Norðurlandaráðs miði að því að draga úr starfsemi þess. "Þvert á móti miða breytingarnar að því að gera samstarfið áhrifaríkara og skilvirkara," segir Sigríður Anna. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi tillögur um skipulagsbreytingar á Norðurlandaráði þegar hann ávarpaði þingið á þriðjudag. "Það geta verið rök fyrir því að endurskipuleggja starfið að einhverju leyti. En ég held satt best að segja að sé ekki mikill stuðningur við að skera niður ráðherrasamstarf á sviði neytendamála svo dæmi sé tekið. Svipað er að segja um ráðherranefnd og samgöngur. Það er skrítið að á sama tíma og rignir yfir okkur erindum um nýja samgöngumáta á Norðurlöndum er ætlunin að leggja niður ráðherrasamstarf á sviði samgöngumála." Steingrímur segir að tilhneigingin sé alltaf í þá átt að skera niður og fækka, leggja niður, taka málaflokka af norrænu fjárlögunum og flytja þá til einstakra landa. Sigríður Anna telur að róttækustu tillögurnar snúi að fækkun í ráðum og nefndum. "Ráðherranefndunum, embættismannanefndum og ýmsum vinnuhópum, sem hafa verið mjög margir, verður fækkað. Þetta var orðið þungt og flókið. Og það er ekki verið að leggja niður samstarf eða vinnu á mikilvægum sviðum eins og neytendamálum. Neytendamálaráðherrarnir setja samvinnu sína í annan farveg og fá fjármuni til þess með öðrum hætti en áður," segir Sigríður Anna. "Ég hef á tilfinningunni að stjórnmálamennirnir á Norðurlöndunum séu einhvern veginn að missa áhugann. Það gildir hins vegar ekki um íbúana sem sýna samstarfinu mikinn áhuga," segir Steingrímur. Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, segir alrangt að tillögur um breytingar á starfsemi Norðurlandaráðs miði að því að draga úr starfsemi þess. "Þvert á móti miða breytingarnar að því að gera samstarfið áhrifaríkara og skilvirkara," segir Sigríður Anna. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi tillögur um skipulagsbreytingar á Norðurlandaráði þegar hann ávarpaði þingið á þriðjudag. "Það geta verið rök fyrir því að endurskipuleggja starfið að einhverju leyti. En ég held satt best að segja að sé ekki mikill stuðningur við að skera niður ráðherrasamstarf á sviði neytendamála svo dæmi sé tekið. Svipað er að segja um ráðherranefnd og samgöngur. Það er skrítið að á sama tíma og rignir yfir okkur erindum um nýja samgöngumáta á Norðurlöndum er ætlunin að leggja niður ráðherrasamstarf á sviði samgöngumála." Steingrímur segir að tilhneigingin sé alltaf í þá átt að skera niður og fækka, leggja niður, taka málaflokka af norrænu fjárlögunum og flytja þá til einstakra landa. Sigríður Anna telur að róttækustu tillögurnar snúi að fækkun í ráðum og nefndum. "Ráðherranefndunum, embættismannanefndum og ýmsum vinnuhópum, sem hafa verið mjög margir, verður fækkað. Þetta var orðið þungt og flókið. Og það er ekki verið að leggja niður samstarf eða vinnu á mikilvægum sviðum eins og neytendamálum. Neytendamálaráðherrarnir setja samvinnu sína í annan farveg og fá fjármuni til þess með öðrum hætti en áður," segir Sigríður Anna. "Ég hef á tilfinningunni að stjórnmálamennirnir á Norðurlöndunum séu einhvern veginn að missa áhugann. Það gildir hins vegar ekki um íbúana sem sýna samstarfinu mikinn áhuga," segir Steingrímur.
Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira