Ótrúlegar skýringar segir Byko 27. október 2005 06:15 Ásdís Halla Bragadóttir Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu." Innlent Viðskipti Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu."
Innlent Viðskipti Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira