Iceland fái ekki einkaleyfi 7. febrúar 2005 00:01 Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“ Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira