Iceland fái ekki einkaleyfi 7. febrúar 2005 00:01 Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“ Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira