Viðskipti erlent

Vilja sameina lífeyrissjóði

Stjórnir Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna frá og með 1. júní næstkomandi. Tilgangurinn með sameiningunni er að lækka kostnað og auka áhættudreifingu, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá sjóðunum. Þar segir einnig að með þessu geti sjóðirnir betur staðið við markmið sín. Tillögur um sameiningu sjóðanna verða bornar fram á aðalfundum þeirra í apríl og ef sjóðirnir verða sameinaðir verður hinn nýi sjóður sá sjötti stærsti á Íslandi með 24 þúsund sjóðsfélaga og heildareignir upp 51 milljarð. Búist er við að sjóðirnir sameinist undir nafninu Almenni lífeyrissjóðurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×