Viðskipti erlent

Wolfowitz heillar Evrópumenn

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Paul Wolfowitz verði bankastjóri Alþjóðabankans. Hann ræddi við fjármála- og þróunarmálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í gær og þótti komast vel frá þeim fundi. Margir evrópskir stjórnmálamenn höfðu gagnrýnt skipun hans mjög. Þrátt fyrir herskáa fortíð sína lofaði Wolfowitz virkri samvinnu í baráttunni gegn fátækt. Ráðherrarnir voru á einu máli um að Wolfowitz hefði góðan skilning á ástandi þróunarlandanna og leist þeim vel á framhaldið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×