Olíuverð í sögulegu hámarki 2. apríl 2005 00:01 MYND/Reuters Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira