Segir Nine Songs ekki klámmynd 15. apríl 2005 00:01 Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira