Dómar í Landssímamálinu mildaðir 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira