Viðskiptastríð í uppsiglingu? 19. maí 2005 00:01 Líkur á mesta viðskiptastríði sögunnar jukust í dag þegar upplýst var að Airbus-verksmiðjurnar hefðu beðið Evrópusambandið um lán til þess að hanna nýja farþegaþotu. Bandaríkjamenn eru æfir. Airbus-verksmiðjurnar vilja aðstoð Evrópusambandsins við að hanna tveggja hreyfla langdræga þotu, A-350, sem á að keppa við Boeing 787 Dreamliner, sem kemur á markaðinn árið 2008. Evrópusambandið hefur lengi stundað niðurgreiðslur, þar á meðal til Airbus-verksmiðjanna, sem hafa hannað allar sínar vélar með slíkri aðstoð. Bandaríkjamenn segja að lán Evrópusambandsins til Airbus séu í raun óréttlátar niðurgreiðslur og hafa lagt fram kvörtun hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Airbus fékk meðal annars milljarðaaðstoð við að hanna A-380, stærstu farþegaþotu heims sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug í síðasta mánuði. Ef Evrópusambandið fellst á að aðstoða Airbus við hönnun á A-350 má fastlega gera ráð fyrir að Bandaríkjamenn fari í hart. Þarna er um svo háar upphæðir að tefla að það gæti orðið mesta viðskiptastríð sögunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Líkur á mesta viðskiptastríði sögunnar jukust í dag þegar upplýst var að Airbus-verksmiðjurnar hefðu beðið Evrópusambandið um lán til þess að hanna nýja farþegaþotu. Bandaríkjamenn eru æfir. Airbus-verksmiðjurnar vilja aðstoð Evrópusambandsins við að hanna tveggja hreyfla langdræga þotu, A-350, sem á að keppa við Boeing 787 Dreamliner, sem kemur á markaðinn árið 2008. Evrópusambandið hefur lengi stundað niðurgreiðslur, þar á meðal til Airbus-verksmiðjanna, sem hafa hannað allar sínar vélar með slíkri aðstoð. Bandaríkjamenn segja að lán Evrópusambandsins til Airbus séu í raun óréttlátar niðurgreiðslur og hafa lagt fram kvörtun hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Airbus fékk meðal annars milljarðaaðstoð við að hanna A-380, stærstu farþegaþotu heims sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug í síðasta mánuði. Ef Evrópusambandið fellst á að aðstoða Airbus við hönnun á A-350 má fastlega gera ráð fyrir að Bandaríkjamenn fari í hart. Þarna er um svo háar upphæðir að tefla að það gæti orðið mesta viðskiptastríð sögunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira