Dómstólar eiga síðasta orðið 20. maí 2005 00:01 "Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
"Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira