Halldór ekki vanhæfur 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira