Halldór ekki vanhæfur 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira