Niðurlægðir í framlengingu 16. júlí 2005 00:01 FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira