
Viðskipti erlent
Atkins í greiðslustöðvun
Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Atkinskúrinn og aðrir álíka megrunarkúrar slógu í gegn þar sem forsvarsmenn þeirra sögðu þá gera fólki kleift að grennast þó það borðaði ógrynni af feitum mat. Í seinni tíð hefur mjög dregið úr vinsældum kúranna, ekki síst þar sem næringarfræðingar og læknar segja slíka kúra auka hættu á margvíslegum sjúkdómum.