Er femínismi gamaldags? 4. ágúst 2005 00:01 "Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
"Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar