
Viðskipti erlent
Olíuverð hækkar vegna Katrínar

Áhrifa Katrínar gætir víðar en í New Orleans og nágrenni því olíuverð hefur snarhækkað síðasta sólarhringinn. Verð á fatinu af hráolíu fór yfir 70 bandaríkjadali í Bandaríkjunum í morgun og hefur ekki verið hærra í meira en tvo áratugi. Olíuframleiðendur við Mexíkóflóa hafa þegar þurft að draga úr framleiðslunni um meira en milljón tunnur á dag og ekki er útséð með hvenær starfsemi þar kemst í samt lag á ný.