Helmingur vill sjálfstæðismann 29. ágúst 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,9 prósent vilja sjá Gísla Martein. Næstvinsælastur er Stefán Jón Hafstein Samfylkingu en 20,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans. Í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir er einungis nefnd af 10,9 prósentum þeirra sem tóku afstöðu og er því í fjórða sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sá sem borgarstjóra eftir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnuninni. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar, en Gísli Marteinn er vinsælastur hjá báðum kynjum. Stefán Jón Hafstein virðist höfða frekar til kvenna. Tæp 23 prósent kvenna nefndu nafn hans en nítján prósent karla. Þá virðast karlmenn vera hrifnari af Vilhjálmi Þ. en konur. 22 prósent karla nefndu Vilhjálm en einungis þrettán prósent kvenna. Ef litið er á alla þá sem nefndir voru í könnuninni voru sjálfstæðismenn oftast nefndir sem borgarstjóraefni, en 47 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern sjálfstæðismann. Auk Gísla Marteins og Vilhjálms voru Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Rúm 39 prósent nefndu Samfylkingarfólk. Auk Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar voru Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Aðrir tveir sem oftast voru nefndir eru Þórólfur Árnason og Dagur B. Eggertsson, báðir óflokksbundnir en hafa starfað fyrir Reykjavíkurlistann. 2,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern frá Vinstri grænum. Hlutfall þeirra sem nefndu framsóknarfólk eða frjálslynda er samanlagt undir einu prósenti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur?" og tóku 40,3 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Topp tíu Gísli Marteinn Baldursson 23,9% Stefán Jón Hafstein 20,8% Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson 18,0% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,9% Þórólfur Árnason 5,0% Össur Skarphéðinsson 5,0% Dagur B. Eggertsson 4,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 2,2% Guðlaugur Þór Þórðarson 1,2% Aðrir nefndir Björk Vilhelmsdóttir Árni Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Alfreð Þorsteinsson Bjarni Benediktsson Ólafur F. Magnússon Davíð Oddsson Björgólfur Thor Björgólfsson Pétur Blöndal Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23,9 prósent vilja sjá Gísla Martein. Næstvinsælastur er Stefán Jón Hafstein Samfylkingu en 20,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans. Í þriðja sæti er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna. Núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir er einungis nefnd af 10,9 prósentum þeirra sem tóku afstöðu og er því í fjórða sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sá sem borgarstjóra eftir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnuninni. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til þessarar spurningar, en Gísli Marteinn er vinsælastur hjá báðum kynjum. Stefán Jón Hafstein virðist höfða frekar til kvenna. Tæp 23 prósent kvenna nefndu nafn hans en nítján prósent karla. Þá virðast karlmenn vera hrifnari af Vilhjálmi Þ. en konur. 22 prósent karla nefndu Vilhjálm en einungis þrettán prósent kvenna. Ef litið er á alla þá sem nefndir voru í könnuninni voru sjálfstæðismenn oftast nefndir sem borgarstjóraefni, en 47 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern sjálfstæðismann. Auk Gísla Marteins og Vilhjálms voru Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Rúm 39 prósent nefndu Samfylkingarfólk. Auk Stefáns Jóns og Steinunnar Valdísar voru Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir. Aðrir tveir sem oftast voru nefndir eru Þórólfur Árnason og Dagur B. Eggertsson, báðir óflokksbundnir en hafa starfað fyrir Reykjavíkurlistann. 2,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu einhvern frá Vinstri grænum. Hlutfall þeirra sem nefndu framsóknarfólk eða frjálslynda er samanlagt undir einu prósenti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur?" og tóku 40,3 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Topp tíu Gísli Marteinn Baldursson 23,9% Stefán Jón Hafstein 20,8% Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson 18,0% Steinunn Valdís Óskarsdóttir 10,9% Þórólfur Árnason 5,0% Össur Skarphéðinsson 5,0% Dagur B. Eggertsson 4,3% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2,8% Júlíus Vífill Ingvarsson 2,2% Guðlaugur Þór Þórðarson 1,2% Aðrir nefndir Björk Vilhelmsdóttir Árni Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Alfreð Þorsteinsson Bjarni Benediktsson Ólafur F. Magnússon Davíð Oddsson Björgólfur Thor Björgólfsson Pétur Blöndal
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira