Staða kvenna í heiminum ekki góð 29. ágúst 2005 00:01 Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira