Barinn brýnn á Bókmenntahátíð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. september 2005 00:01 Kristján Hreinsson, Einar Kárason, Halldór Guðmundsson og Sigurður A. Magnússon voru meðal þeirra sem hlýddu á Mehmed Uzun og Margaret Atwood í Norræna húsinu í gær. Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti." Bókmenntahátíð Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti."
Bókmenntahátíð Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira