Leggur fram fé vegna hamfara 13. september 2005 00:01 Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja til 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. Ríkisstjórnin ákvað þetta á heldur fámennum fundi í morgun, en margir ráðherrar eru staddir erlendis þessa dagana. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið að leggja fram hálfa milljón dollara í sjóð Clintons og Bush eldri sem hafi verið stofnaður vegna hamfaranna. Halldór segir að um fjárframlag sé að ræða og það lagt fram í fullu samráði við Bandaríkjamenn, en þeir hafi sagt mesta þörf fyrir fé. Fénu verði varið til langtímauppbyggingar á hamfarasvæðunum. Forsætisráðherra er einnig á leið utan síðdegis í dag, en hann mun sitja leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York. Halldór segir ekkert hafa breyst hvað varðar framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu. Verið sé að fara yfir þann kostnað sem menn hafi áætlað í þessu sambandi og mörgum finnist áætlunin vera há. Hann telji rétt að draga úr kostnaðinum en það sé gert ráð fyrir að framboðinu verði haldið áfram enda hafi það verið kynnt þannig, bæði innan hinna norrænu ríkjanna sem standi á bak við Íslendinga og meðal annarra þjóða. Ísland hefur stutt breytingatillögur Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en líkur hafa minnkað á að þær gangi í gegn. Halldór segir að það séu mikil vonbrigði hvernig mál öryggisráðsins standi. Ríkisstjórn Íslands hafi vonast eftir niðurstöðu í málinu en hún sé ekki sjáanleg og því sé útlit fyrir litlar breytingar á ráðinu. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja til 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. Ríkisstjórnin ákvað þetta á heldur fámennum fundi í morgun, en margir ráðherrar eru staddir erlendis þessa dagana. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið að leggja fram hálfa milljón dollara í sjóð Clintons og Bush eldri sem hafi verið stofnaður vegna hamfaranna. Halldór segir að um fjárframlag sé að ræða og það lagt fram í fullu samráði við Bandaríkjamenn, en þeir hafi sagt mesta þörf fyrir fé. Fénu verði varið til langtímauppbyggingar á hamfarasvæðunum. Forsætisráðherra er einnig á leið utan síðdegis í dag, en hann mun sitja leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York. Halldór segir ekkert hafa breyst hvað varðar framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu. Verið sé að fara yfir þann kostnað sem menn hafi áætlað í þessu sambandi og mörgum finnist áætlunin vera há. Hann telji rétt að draga úr kostnaðinum en það sé gert ráð fyrir að framboðinu verði haldið áfram enda hafi það verið kynnt þannig, bæði innan hinna norrænu ríkjanna sem standi á bak við Íslendinga og meðal annarra þjóða. Ísland hefur stutt breytingatillögur Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en líkur hafa minnkað á að þær gangi í gegn. Halldór segir að það séu mikil vonbrigði hvernig mál öryggisráðsins standi. Ríkisstjórn Íslands hafi vonast eftir niðurstöðu í málinu en hún sé ekki sjáanleg og því sé útlit fyrir litlar breytingar á ráðinu.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira