Kosningabandalag vinstri flokka? 15. september 2005 00:01 Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skrifar á heimasíðu sína í dag að Vinstri - grænir hafi viljað fyrir síðustu alþingiskosningar að stjórnarandstaðan stillti saman strengi sína og byði skýran valkost á móti ríkisstjórninni, þ.e.a.s. velferðarstjórn. Hugmyndin hafi því miður ekki fengið undirtektir og það hafi ekki verið Frjálslyndi flokkurinn sem hafi staðið í vegi fyrir henni. Hann segir menn kannski hafa viljað halda fleiri möguleikum opnum, t.d. samstarfi við Framsóknarflokkinn, sem Steingrímur telur að hafi valdið því að barátta stjórnarandstöðunnar sem heildar hafi fallið nokkuð á lokaspretti kosningabaráttunnar og ríkisstjórnin haldið velli. Vinstri - grænir hafa hug á að endurtaka leikinn og stilla saman velferðarstjórn fyrir kosningarnar 2007 að sögn Steingríms; ekki einungis vegna þess sem gerðist í Noregi heldur vegna þess hversui brýnt það sé orðið að skipta um stjórnarstefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist ekki útiloka slíkar viðræður þegar nær dregur kosningum; hún sjái ekki að hægt sé að flytja inn slík módel frá útlöndum. Hún hafi hins vegar allt sagt það að ef stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta í næstu kosningum þá sé það skylda stjórnarandstöðunnar að byrja á því að ræða saman. „Hvað varðar kosningabandalag fyrir kosningar þá er auðvitað forsendan fyrir því að slíkt verði að veruleika að menn beri traust hver til annars og gangi svolítið í takt og við eigum bara eftir að sjá hvernig það verður á næsta vetri og næstu sveitastjórnarkosningum,“ segir Ingibjörg. Guðjón Arrnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hugmyndina vel koma til greina en þá yrðu menn að vera búnir að ræða málin talsvert og leggja einhvern grunn að því hver væru helstu stefnumál sem hægt væri að ná saman um. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skrifar á heimasíðu sína í dag að Vinstri - grænir hafi viljað fyrir síðustu alþingiskosningar að stjórnarandstaðan stillti saman strengi sína og byði skýran valkost á móti ríkisstjórninni, þ.e.a.s. velferðarstjórn. Hugmyndin hafi því miður ekki fengið undirtektir og það hafi ekki verið Frjálslyndi flokkurinn sem hafi staðið í vegi fyrir henni. Hann segir menn kannski hafa viljað halda fleiri möguleikum opnum, t.d. samstarfi við Framsóknarflokkinn, sem Steingrímur telur að hafi valdið því að barátta stjórnarandstöðunnar sem heildar hafi fallið nokkuð á lokaspretti kosningabaráttunnar og ríkisstjórnin haldið velli. Vinstri - grænir hafa hug á að endurtaka leikinn og stilla saman velferðarstjórn fyrir kosningarnar 2007 að sögn Steingríms; ekki einungis vegna þess sem gerðist í Noregi heldur vegna þess hversui brýnt það sé orðið að skipta um stjórnarstefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist ekki útiloka slíkar viðræður þegar nær dregur kosningum; hún sjái ekki að hægt sé að flytja inn slík módel frá útlöndum. Hún hafi hins vegar allt sagt það að ef stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta í næstu kosningum þá sé það skylda stjórnarandstöðunnar að byrja á því að ræða saman. „Hvað varðar kosningabandalag fyrir kosningar þá er auðvitað forsendan fyrir því að slíkt verði að veruleika að menn beri traust hver til annars og gangi svolítið í takt og við eigum bara eftir að sjá hvernig það verður á næsta vetri og næstu sveitastjórnarkosningum,“ segir Ingibjörg. Guðjón Arrnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hugmyndina vel koma til greina en þá yrðu menn að vera búnir að ræða málin talsvert og leggja einhvern grunn að því hver væru helstu stefnumál sem hægt væri að ná saman um.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira