Hringlandaháttur sé í ríkisstjórn 17. september 2005 00:01 Samfylkingin styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna eru hins vegar komnar upp efasemdir um réttmæti þess. Formaður Samfylkingarinnar kallar það hringlandahátt ríkisstjórnarmeirihlutans. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið, sömuleiðis Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Á þeirri vegferð safni menn upplýsingum og þegar þær liggi fyrir taki menn afstöðu. Hann telji að í raun hafi forsætisráðherra verið að árétta það að málinu yrði haldið í þeirri vegferð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið flokknum á móti skapi. Samfylkingin hafi ákveðið að standa við bakið á stjórninni í þessu máli, að því gefnu að Íslendingar rækju í öryggisráðinu sjálfstæða og öfluga utanríkisstefnu og gerðust talsmenn friðar og þróunar á alþjóðavísu, ekki þannig að Íslendingar væru ósjálfstæðir og hnýttir aftan í stefnu Bandaríkjanna. Hún eigi á hinn bóginn erfitt með að ráða í þá togstreitu sem virðist vera á stjórnarheimilinu vegna málsins. Ingibjörg Sólrún segist ekki þekkja hvernig ráðherrarnir hugsi og komi sér saman um hluti en þetta sé ótrúlegur hringlandaháttur sem einkenni málið. Ákveðið hafi verið að stefna á sætið árið 1998 en svo hrokkið frá því sjö árum seinna. Þessi framvinda lýsi hægriglundroða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Samfylkingin styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna eru hins vegar komnar upp efasemdir um réttmæti þess. Formaður Samfylkingarinnar kallar það hringlandahátt ríkisstjórnarmeirihlutans. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið, sömuleiðis Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Á þeirri vegferð safni menn upplýsingum og þegar þær liggi fyrir taki menn afstöðu. Hann telji að í raun hafi forsætisráðherra verið að árétta það að málinu yrði haldið í þeirri vegferð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið flokknum á móti skapi. Samfylkingin hafi ákveðið að standa við bakið á stjórninni í þessu máli, að því gefnu að Íslendingar rækju í öryggisráðinu sjálfstæða og öfluga utanríkisstefnu og gerðust talsmenn friðar og þróunar á alþjóðavísu, ekki þannig að Íslendingar væru ósjálfstæðir og hnýttir aftan í stefnu Bandaríkjanna. Hún eigi á hinn bóginn erfitt með að ráða í þá togstreitu sem virðist vera á stjórnarheimilinu vegna málsins. Ingibjörg Sólrún segist ekki þekkja hvernig ráðherrarnir hugsi og komi sér saman um hluti en þetta sé ótrúlegur hringlandaháttur sem einkenni málið. Ákveðið hafi verið að stefna á sætið árið 1998 en svo hrokkið frá því sjö árum seinna. Þessi framvinda lýsi hægriglundroða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira