Framboð til öryggisráðs í uppnámi 17. september 2005 00:01 Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar. Óvissa hefur skapast um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir stöðu málsins lýsa miklum glundroða hjá stjórnarflokkunum og í báðum flokkunum hafi hún hlustað á fólk tala með framboðinu og á móti. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að framboð Íslands stæði. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið að það biði nýs utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde, að taka endanlega ákvörðun í málinu. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst efasemdum sínum um framboðið og Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að málið hafi verið afgreitt úr þingflokknum, hvað sem líður yfirlýsingum formannsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjálmar segir skiptar skoðanir innan þingflokksins um málið enda málið eins og hvert annað mál sem sé að þroskast. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segist telja að miðað við þá stöðu að Einar Oddur sé kominn í stjórnarandstöðu og að Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun eða sé efins sé málið í talsverðu uppnámi í stjórnarflokkunum. Hann telji mikilvægt að menn setjist niður yfir málið og skoði hvort vit sé í því. Guðni bendir á að kostnaðurinn við framboðið sé meiri en áætlað hafi verið upphaflega og þá sé staðan tvísýnni en áður þar sem Tyrkland hafi bæst í hóp frambjóðenda og þar að auki hafi heimsmyndin breyst á þeim sjö árum sem liðin séu síðan ákvörðunin var tekin. Stjórnarflokkarnir verði að ræða um málið nú en það verði að vera heilindi og samstaða í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar um það hvernig að þessu verði staðið til framtíðar. Ingibjörg Sólrún segir að þetta sé ekki bara spurning um að það kosti eitthvað í framtíðinni að bjóða sig fram. Menn hafi þegar lagt töluverða fjármuni í framboðið og það sé alveg merkilegt ef snúa eigi við núna. Guðni segir að það hafi enginn bannað mönnum að vera vitrari í dag en í gær og það megi Ingibjörg Sólrún einnig skilja. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi í Bandaríkjunum og hefur ekki verið unnt að spyrja hann um þessa togstreitu stjórnarflokkanna í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira