Segja Siv hafa smalað 18. september 2005 00:01 Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira