Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð 30. september 2005 00:01 Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. Svohljóðandi tilkynning barst frá samgönguráðuneytinu um málið: „Þann 20. september s.l. barst samgönguráðuneytinu hjálagt bréf frá Almannavarnanefnd Bolungarvíkur í tilefni af umfjöllun hennar um ástand og umhverfi vegarins um Óshlíð. Síðastliðnar vikur hefur verið mikil umfjöllun um aukið grjóthrun í Óshlíð á veginum frá Hnífsdal til Bolungarvíkur. Í minnisblaði þessu er farið yfir málið og lagðar fram tillögur. Á undanförnum árum hefur Vegagerðin látið gera ýmsar athuganir á aðstæðum í Óshlíð og með hvaða hætti samgöngur verði best tryggðar um hlíðina. Hefur þetta verið gert í góðri samvinnu við heimamenn. Nokkrar skýrslur liggja fyrir um þetta efni, hin fyrsta frá 1981 en sú síðasta frá 2002 sem nánar verður gerð grein fyrir hér á eftir. Segja má að allt frá gerð fyrstu skýrslunnar hafi verið unnið að endurbótum á veginum um Óshlíð í samræmi við þær tillögur sem hafa verið undirbúnar af Vegagerðinni.. Í nóvember 2002 skilaði vinnuhópur, með fulltrúum Vegagerðarinnar og hlutaðeigandi sveitarfélaga, greinargerð um öryggismál Djúpvegar milli Súðavíkur og Bolungarvíkur. Þar segir meðal annars þetta: ,,Unnið hefur verið að endurbótum á veginum um Óshlíð frá 1981 með hléum. Mikill árangur hefur náðst í vörnum gegn grjóthruni og snjóflóðum, en mikið er eftir. Ef til vill hefur árangur í snjóflóðavörnum orðið meiri, með byggingu vegskála, greftri á skápum og verklagsreglum um umgengni. Snjóflóðin eru á afmörkuðum stöðum og að því leyti auðveldari en grjóthrunið.“ Undanfarið hefur verið töluvert grjóthrun í svonefndum Skriðum. Vitað er að hrun er mest að vori og hausti auk þess sem nokkur áraskipti eru að því magni sem kemur niður. Þróunardeild Vegagerðarinnar hefur tekið að sér að leiða nauðsynlegar athuganir og rannsóknir vegna þessa. Á þessum kafla hafa verið sett upp svonefnd grjótnet til varnar grjóthruni inn á veg. Ljóst er að netin veita takmarkaða vörn þótt þau hindri að smærra grjót eigi greiða leið inn á veginn og dragi úr afli þess stærra. Skemmdir á netunum eru tíðar og viðhaldskostnaður töluverður. Jafnframt aðgerðum á sviði snjóflóða- og grjóthrunsvarna á þessum slóðum hafa ýmsir jarðgangakostir verið skoðaðir til að leysa þessi vandamál því ljóst þykir að varanlega verði þau ekki leyst með öðrum hætti. Hætta á grjóthruni og snjóflóðum er mismikil á veginum, enda eru töluverðir hlutar hans varðir með vegskálum, grjótnetum, netkössum og stálþilum. Óumdeilt er að mesta hættan í dag er á svæðinu yst á áðurnefndum Skriðum, þar sem stórgrýtishrun kemur ofan úr klettum nokkrum sinnum á ári, oftast í ágúst – september. Eins og áður sagði veita grjótnetin takmarkaða vörn við þessar aðstæður. Langur vegskáli eða jarðgöng er það eina sem talist getur varanleg lausn. Jarðgöng ásamt forskálum sem dyggðu til að losna við grjóthrunsvandann yst á Skriðum yrðu um það bil 1.220 m löng milli Einbúa og Hrafnakletta, og áætlaður kostnaður er um 1.000 m.kr. Verði jarðgöng fyrir valinu telur Vegagerðin þetta skynsamlegasta kostinn, enda kæmist mannvirkið þá mun fyrr í notkun en lengri göng, auk þess sem hægt er að bæta við fleiri jarðgöngum í framtíðinni til viðbótar við þessi, ef valið verður að auka öryggi á öðrum hlutum vegarins enn frekar en nú er. Ljóst er að dæmin undanfarið sýna að öryggi vegfarenda sem um Óshlíðarveg fara sé undir því lágmarki sem gera verður kröfur um í dag. Samgönguráðherra leggur því til að Vegagerðinni verði falið að hefja nú þegar rannsóknir og athuganir sem að miða að því að hægt sé að hefjast handa um jarðgangagerð undir Óshlíð á árinu 2006. Jafnframt mun samgönguráðherra beina þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að eftirlit með hlíðinni verði aukið og auk þess fyrir sitt leyti gera það að forgangsatriði að komið verði á fullnægjandi GSM-sambandi á þessum vegkafla.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. Svohljóðandi tilkynning barst frá samgönguráðuneytinu um málið: „Þann 20. september s.l. barst samgönguráðuneytinu hjálagt bréf frá Almannavarnanefnd Bolungarvíkur í tilefni af umfjöllun hennar um ástand og umhverfi vegarins um Óshlíð. Síðastliðnar vikur hefur verið mikil umfjöllun um aukið grjóthrun í Óshlíð á veginum frá Hnífsdal til Bolungarvíkur. Í minnisblaði þessu er farið yfir málið og lagðar fram tillögur. Á undanförnum árum hefur Vegagerðin látið gera ýmsar athuganir á aðstæðum í Óshlíð og með hvaða hætti samgöngur verði best tryggðar um hlíðina. Hefur þetta verið gert í góðri samvinnu við heimamenn. Nokkrar skýrslur liggja fyrir um þetta efni, hin fyrsta frá 1981 en sú síðasta frá 2002 sem nánar verður gerð grein fyrir hér á eftir. Segja má að allt frá gerð fyrstu skýrslunnar hafi verið unnið að endurbótum á veginum um Óshlíð í samræmi við þær tillögur sem hafa verið undirbúnar af Vegagerðinni.. Í nóvember 2002 skilaði vinnuhópur, með fulltrúum Vegagerðarinnar og hlutaðeigandi sveitarfélaga, greinargerð um öryggismál Djúpvegar milli Súðavíkur og Bolungarvíkur. Þar segir meðal annars þetta: ,,Unnið hefur verið að endurbótum á veginum um Óshlíð frá 1981 með hléum. Mikill árangur hefur náðst í vörnum gegn grjóthruni og snjóflóðum, en mikið er eftir. Ef til vill hefur árangur í snjóflóðavörnum orðið meiri, með byggingu vegskála, greftri á skápum og verklagsreglum um umgengni. Snjóflóðin eru á afmörkuðum stöðum og að því leyti auðveldari en grjóthrunið.“ Undanfarið hefur verið töluvert grjóthrun í svonefndum Skriðum. Vitað er að hrun er mest að vori og hausti auk þess sem nokkur áraskipti eru að því magni sem kemur niður. Þróunardeild Vegagerðarinnar hefur tekið að sér að leiða nauðsynlegar athuganir og rannsóknir vegna þessa. Á þessum kafla hafa verið sett upp svonefnd grjótnet til varnar grjóthruni inn á veg. Ljóst er að netin veita takmarkaða vörn þótt þau hindri að smærra grjót eigi greiða leið inn á veginn og dragi úr afli þess stærra. Skemmdir á netunum eru tíðar og viðhaldskostnaður töluverður. Jafnframt aðgerðum á sviði snjóflóða- og grjóthrunsvarna á þessum slóðum hafa ýmsir jarðgangakostir verið skoðaðir til að leysa þessi vandamál því ljóst þykir að varanlega verði þau ekki leyst með öðrum hætti. Hætta á grjóthruni og snjóflóðum er mismikil á veginum, enda eru töluverðir hlutar hans varðir með vegskálum, grjótnetum, netkössum og stálþilum. Óumdeilt er að mesta hættan í dag er á svæðinu yst á áðurnefndum Skriðum, þar sem stórgrýtishrun kemur ofan úr klettum nokkrum sinnum á ári, oftast í ágúst – september. Eins og áður sagði veita grjótnetin takmarkaða vörn við þessar aðstæður. Langur vegskáli eða jarðgöng er það eina sem talist getur varanleg lausn. Jarðgöng ásamt forskálum sem dyggðu til að losna við grjóthrunsvandann yst á Skriðum yrðu um það bil 1.220 m löng milli Einbúa og Hrafnakletta, og áætlaður kostnaður er um 1.000 m.kr. Verði jarðgöng fyrir valinu telur Vegagerðin þetta skynsamlegasta kostinn, enda kæmist mannvirkið þá mun fyrr í notkun en lengri göng, auk þess sem hægt er að bæta við fleiri jarðgöngum í framtíðinni til viðbótar við þessi, ef valið verður að auka öryggi á öðrum hlutum vegarins enn frekar en nú er. Ljóst er að dæmin undanfarið sýna að öryggi vegfarenda sem um Óshlíðarveg fara sé undir því lágmarki sem gera verður kröfur um í dag. Samgönguráðherra leggur því til að Vegagerðinni verði falið að hefja nú þegar rannsóknir og athuganir sem að miða að því að hægt sé að hefjast handa um jarðgangagerð undir Óshlíð á árinu 2006. Jafnframt mun samgönguráðherra beina þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að eftirlit með hlíðinni verði aukið og auk þess fyrir sitt leyti gera það að forgangsatriði að komið verði á fullnægjandi GSM-sambandi á þessum vegkafla.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira