Mati HSBC á bankatilboðum breytt 5. október 2005 00:01 Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira