Innlent

Sigur­björg skipuð for­stjóri Ráð­gjafar- og greiningar­stöðvar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Sigurbjörg Fjölnisdóttir
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Sigurbjörg Fjölnisdóttir Stjr

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi.

Í tilkynningu segir að Sigurbjörg hafi starfað sem sviðsstjóri velferðarsviðs hjá Mosfellsbæ frá árinu 2020 en hún hafi einnig starfað bæði sem deildarstjóri stuðningsþjónustu og forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg auk annarra starfa.

„Sigurbjörg er með Cand.Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Hún lauk grunnnámi í sálfræði.

Alls sóttu sex um embættið,“ segir í tilkynningunni. 

Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×