Endurkomu framherjans Louis Saha hjá Manchester United hefur enn eina ferðina seinkað, eftir að í ljós kom að hann er meiddur á læri. Saha hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til liðsins í janúar á síðasta ári.
Saha kom til Manchester frá Fulham og skoraði 6 mörk í fyrstu 7 leikjum sínum fyrir félagið, en fljótlega seig á ógæfuhliðina hjá honum og meiðsli hafa gert það að verkum að hinn 27 ára gamli leikmaður hefur lítið geta spilað æ síðan.
Til stóð að Saha yrði í byrjunarliði United gegn Barnet í bikarnum annað kvöld, en nú er ljóst að ekkert verður af því.