Innlent

Sljóleiki gagnvart ofurkjörum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að fólk slævist gagnvart gríðarháum tölum þegar kjör stjórnenda og hagnaður fyrirtækja eru annars vegar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að fólk slævist gagnvart gríðarháum tölum þegar kjör stjórnenda og hagnaður fyrirtækja eru annars vegar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður.

Sjö æðstu stjórnendur Kaupþings banka högnuðust um 770 milljónir króna í gær með því að nýta sér fimm ára gamlan kauprétt að hlutabréfum í bankanum á því gengi, sem gilti fyrir fimm árum. Þar af keypti Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður, lang mest. Hann hagnaðist um ríflega 400 milljónir króna miðað við gengi bréfanna í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, hagnaðist um tæpar 200 milljónir króna. Þessi hagnaður er þó ekki endilega í hendi því að líklegt er að stjórnendurnir verði að eiga bréfin í ákveðinn tíma.

Ingibjörg Sólrún telur að bæði ofurlaun og gróðatölur hjá fyrirtækjum séu nú miklu hærri en áður var. Hún telur að "fólk slævist gagnvart þessum gríðarháu tölum og nú sé svo komið að ákveðinn sljóleiki sé í samfélaginu gagnvart ofurkjörum stjórnenda. Hluthafar hljóti að velta fyrir sér hvort svona kaupréttarsamningar séu eðlilegir. Þeir eigi að vera uppi á borðum og launastefnu gagnvart stjórnendum eigi að samþykkja á hluthafafundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×