Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:53 Gríska húsið á Laugavegi. vísir/sigurjón Brotaþoli í mansalsmáli, sem lögregla hefur til rannsóknar og tengist veitingastaðnum Gríska húsinu, sagði í skýrslutöku að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum 30 daga í mánuði. Hann, ásamt öðrum manni, fannst sofandi á dýnu í kjallara hússins þegar lögregla réðist þar í húsleit. Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað. Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað.
Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira