Sport

United þarf að losa sig við leikmenn

Roy Keane hefur alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið
Roy Keane hefur alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, fyrirliði Manchester United, telur að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að laga gengi liðsins og segir að öfugt við það sem margir halda fram, þurfi félagið að losa sig við leikmenn í stað þess að kaupa nýja í janúar. Rio Ferdinand var einn þeirra sem fékk pistilinn frá Keane í nýlegu viðtali við fyrirliðann.

"Fólk talar um að kaupa leikmenn í janúar, en það er ekki lausnin. Við þurfum að losa okkur við leikmenn. Þó menn séu með 120.000 pund í vikulaun, þýðir ekki að þeir séu stjörnur og ungu leikmennirnir okkar hafa í augnablikinu enga eldri menn til að líta upp til. Það er eins og eldri leikmönnum liðsins sé borgað fyrir að spila illa," sagði Keane og bætti við að hann hefði alveg eins búist við því að liðið fengi skell á borð við 4-1 tapið gegn Middlesbrough um helgina.

"Leikmennirnir hafa verði spurðir spurninga, en hefur ekki tekist að koma með svör. Ég er orðinn hundleiður á að hlusta á sjálfan mig gagnrýna liðið og ég er viss um að leikmennirnir eru orðnir leiðir á því líka, en þeir hafa brugðist félaginu og stuðningsmönnum liðsins," sagði sá írski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×