Seðlabankinn hækki bindi- og lausafjárskyldu bankanna 2. nóvember 2005 20:45 Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu. Gengi krónunnar hækkaði enn í morgun eftir mikla hækkun í gær og er það rakið til stóraukinnar útgáfu skuldabréfa, sem tryggð eru í íslenskum krónum. Hún nemur nú 11 milljörðum á aðeins tveim dögum og 111 milljörðum alls. Dollarinn er nú kominn undir 60 krónur og Evran í 72 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan í júní árið 2000. Þá var vöruskiptahalli við útlönd 12,5 milljarðar króna í október og hefur aldrei mælst meiri í einum mánuði. Verðbólgan á hraðri uppleið og mælist nú tæp tíu prósent á ársgrundvelli miðað við hækkun á verðlagi undanfarna þrjá mánuði. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að Seðlabankinn geti gert sitt til að ná verðbólgunni niður, og á þá ekki bara við enn frekari stýrivaxtahækkanir, sem leggi alla ábyrgðina á útflutningsgreinarnar, sem eigi í nægum vanda vegna hás gengis krónunnar. Þórólfur segist vilja sjá Seðlabankann athuga hvort ekki væri hægt að hækka bindiskyldu og draga þannig úr útlánum bankanna því þau hafi aukist mjög á mikið á undanförnu ári. Seðlabankinn geti því notað fleiri meðul. Þórólfur segist vita að menn séu svolítið tregir til að gera það því þau virki með handahófskenndari hætti en stýrivaxtahækkanirnar. Nú séu hins vegar óvenjulegir tímar og það verði að takast á við þá með öllum þeim meðulum sem hægt er. Seðlabankinn ræður ekki við verðbólguna einn síns liðs og Þórólfur segir að stjórnvöld verði að sýna meira aðhald. Það sé ekki rétt að benda á afgang af fjárlögum því það segi ekki alla söguna. Það verði að líta til allra hluta ríkissjóðs og þá verði að taka Landsvirkjun inn í dæmið vegna þess að hún sé að framkvæma samkvæmt ákvörðun stjórnmálamanna. Þeir hafi ákveðið að fara út í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar úti á landi. Þá verði að skapa rými í hagkerfinu fyrir það og þar verði menn að standa sig betur en þeir hafi gert. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á tveimur dögum. Vegna þessa hækkaði gengi krónunnar enn í morgun og evran hefur ekki verið lægri gagnvart henni í meira en fimm ár. Prófessor í hagfræði segir að Seðlabankinn verði að hækka bindi- og lausafjárskyldu bankanna til að mæta ört vaxandi verðbólgu. Gengi krónunnar hækkaði enn í morgun eftir mikla hækkun í gær og er það rakið til stóraukinnar útgáfu skuldabréfa, sem tryggð eru í íslenskum krónum. Hún nemur nú 11 milljörðum á aðeins tveim dögum og 111 milljörðum alls. Dollarinn er nú kominn undir 60 krónur og Evran í 72 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan í júní árið 2000. Þá var vöruskiptahalli við útlönd 12,5 milljarðar króna í október og hefur aldrei mælst meiri í einum mánuði. Verðbólgan á hraðri uppleið og mælist nú tæp tíu prósent á ársgrundvelli miðað við hækkun á verðlagi undanfarna þrjá mánuði. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að Seðlabankinn geti gert sitt til að ná verðbólgunni niður, og á þá ekki bara við enn frekari stýrivaxtahækkanir, sem leggi alla ábyrgðina á útflutningsgreinarnar, sem eigi í nægum vanda vegna hás gengis krónunnar. Þórólfur segist vilja sjá Seðlabankann athuga hvort ekki væri hægt að hækka bindiskyldu og draga þannig úr útlánum bankanna því þau hafi aukist mjög á mikið á undanförnu ári. Seðlabankinn geti því notað fleiri meðul. Þórólfur segist vita að menn séu svolítið tregir til að gera það því þau virki með handahófskenndari hætti en stýrivaxtahækkanirnar. Nú séu hins vegar óvenjulegir tímar og það verði að takast á við þá með öllum þeim meðulum sem hægt er. Seðlabankinn ræður ekki við verðbólguna einn síns liðs og Þórólfur segir að stjórnvöld verði að sýna meira aðhald. Það sé ekki rétt að benda á afgang af fjárlögum því það segi ekki alla söguna. Það verði að líta til allra hluta ríkissjóðs og þá verði að taka Landsvirkjun inn í dæmið vegna þess að hún sé að framkvæma samkvæmt ákvörðun stjórnmálamanna. Þeir hafi ákveðið að fara út í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar úti á landi. Þá verði að skapa rými í hagkerfinu fyrir það og þar verði menn að standa sig betur en þeir hafi gert.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira