Sport

Ánægður með skammir Keane

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United segir að hörð gagnrýni fyrirliðans Roy Keane sem var klippt út úr dagskrá sjónvarpsstöðvar félagsins á dögunum, geti orðið til þess að leikmenn liðsins fari í naflaskoðun og bæti spilamennsku sína.

"Það er nauðsynlegt að hafa menn sem segja sína skoðun á hlutunum, því menn eins og Keane bera hagsmuni félagsins í brjósti. Það er mikil eining innan liðsins og mótlætið undanfarið á bara eftir að auka á hana. Þetta er tvímannalaust erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegn um síðan ég kom hingað, en ég er ekki á förum og við munum berjast í gegn um þessa erfiðleika," sagði Nistelrooy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×