Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar 20. nóvember 2005 12:15 Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. Samgönguráðherra og borgarstjóri komust að samkomulagi fyrir fjórum mánuðum um að gerð yrði úttekt á flugvellinum í Reykjavík sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Skipuð var nefnd um málið sem Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóri , fer fyrir. Aðrir í nefndinni eru Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrú. Helgi segir þrjá kosti verða borna saman. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að flugstarfsemin hverfi alfarið af svæðinu. Þá mun nefndin meta meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Óhætt er að segja að menn séu ekki á einu máli þegar kemur að málum flugvallarins en sífellt fleiri eru þó á þeirri skoðun að hann eigi að fara. En hvert? Löngusker eru sá möguleiki sem oftast hefur verið nefndur sem og Miðdalsheiði, en fleiri möguleikar hafa verið nefndir til sögunnar svo sem Álfsnes, Geldinganes og Engey. Helgi vildi ekkert segja til um hver hann telji að niðurstaða nefndarinnar verði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. Samgönguráðherra og borgarstjóri komust að samkomulagi fyrir fjórum mánuðum um að gerð yrði úttekt á flugvellinum í Reykjavík sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Skipuð var nefnd um málið sem Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóri , fer fyrir. Aðrir í nefndinni eru Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrú. Helgi segir þrjá kosti verða borna saman. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að flugstarfsemin hverfi alfarið af svæðinu. Þá mun nefndin meta meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Óhætt er að segja að menn séu ekki á einu máli þegar kemur að málum flugvallarins en sífellt fleiri eru þó á þeirri skoðun að hann eigi að fara. En hvert? Löngusker eru sá möguleiki sem oftast hefur verið nefndur sem og Miðdalsheiði, en fleiri möguleikar hafa verið nefndir til sögunnar svo sem Álfsnes, Geldinganes og Engey. Helgi vildi ekkert segja til um hver hann telji að niðurstaða nefndarinnar verði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira