Viðskipti erlent

Hlutur í Livedoor seldur

Úr kauphöllinni í Tókýó í Japan
Úr kauphöllinni í Tókýó í Japan

Yasuhide Uno, forstjóri japanska kapalfyrirtækisins Usen Corp., ákvað í gær að kaupa sjálfur allan hlut Fuji Television Network í japanska netfyrirtækinu Livedoor fyrir 9,5 milljarða jena, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna. Lokað var fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar síðastliðinn þegar grunur vaknaði um misferli hjá stjórnendum fyrirtækisins.

Fuji Televison Network átti 12,7 prósent í Livedoor.

Með kaupunum fær Usen Corp. viðskiptasambönd Livedoor og netþjónustuveitur fyrirtækisins. Vonast er til að hagur Livedoor batni við kaup Unos en gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um 90 prósent frá því um miðjan janúar og verður það afskráð úr kauphöllinni um miðjan næsta mánuð. Stærsti hluthafinn í Livedoor er Takafumi Horie, fyrrum forstjóri Livedoor, en hann situr í fangelsi ásamt öðrum forsvarsmönnum fyrirtækisins fyrir að falsa afkomutölur Livedoor árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×