Viðskipti erlent

Færeyingar geta sofið rólegir

Þórshöfn. Krampaköst á íslenska fjármálamarkaðnum eiga ekki að hafa áhrif á færeyska verðbréfamarkaðinn.
Þórshöfn. Krampaköst á íslenska fjármálamarkaðnum eiga ekki að hafa áhrif á færeyska verðbréfamarkaðinn.

Þær hræringar sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi upp á síðkastið hafa vakið mikla athygli í Færeyjum. Færeyski Landsbankinn hefur beðið færeyska fjölmiðla um að sýna stillingu þegar þeir bera saman fréttir af íslensku efnahagslífi og áhrifum þeirra á færeysk verðbréf.

Fellst bankinn ekki á að taugaveiklunin á Íslandi eigi að hafa áhrif á skráð færeysk verðbréf en færeyski verðbréfamarkaðurinn VMF er í samstarfi við Kauphöll Íslands.

Það er lítið samhengi milli íslenska hagkerfisins og færeyskra verðbréfa sérstaklega sem snýr að íslenska verðbréfamarkaðnum ICEX og VMF-markaðnum, þar sem færeysk verðbréf eru skráð í dönskum krónum en ekki íslenskum, segir Landsbanki Færeyja.

Olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum er eina færeyska hlutafélagið sem er skráð í Kauphöll Íslands en það er algjörlega óháð íslenskum aðstæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×