Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg 19. júní 2006 06:30 aðaltorgið í ramallah Palestínumenn safnast saman til að mótmæla þeirri spennu sem ríkir milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar. Meira en 20 manns hafa látist í átökum fylkinganna seinustu vikur. MYND/AP Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Erlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins.
Erlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira