Eistnaflug í Neskaupstað 14. júlí 2006 15:15 stefán magnússon & Ragnheiður maría dóttir hans. Aðalskipuleggjandi Eistnaflugsins segist vonast til að fá helmingi fleiri gesti heldur en í fyrra. Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara. Eistnaflug Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara.
Eistnaflug Menning Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira