Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi 22. júlí 2006 06:45 Í héraðsdómi Saulius Prusinskas og Arvydas Maciulskis sýndu lítil svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. MYND/Hörður Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað. Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað.
Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira