Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna 22. júlí 2006 05:00 Ungt par sefur vært Ef kenning Gerhards Klösch og félaga stenst eru ungir menn frekar haldnir streitu eftir svefn við hlið kvenmanns. Konur þola hins vegar truflun vegna rekkjunauts mun betur. MYND/NordicPhotos/Getty Images Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn. Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn.
Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira