Lánadrottnar ræða örlög Rosneft 25. júlí 2006 10:08 Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og fyrrum forstjóri Yukos, situr af sér átta ára fangelsisdóm í Síberíu. Lánadrottnar ræða um örlög fyrirtækisins á fundi sínum í dag. Mynd/AP Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira