Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu 26. júlí 2006 06:45 Starfsstöð Neyðarlínunnar Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrast kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, vegna bráðabirgðaákvörðunar í deilu Símans hf. og Atlassíma ehf. MYND/Hari Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira