Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir 27. júlí 2006 06:00 Erna Indriðadóttir Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr.
Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira