Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu.
Að sögn breska ríkisútvarpsins hækkaði heimsmarkaðskverð á olíu á sama tíma og fór um hríð yfir 78 dali á tunnu.
Að sögn olíufyrirtækisins dró óstöðugleiki í Nígeríu úr hagnaði Shell. Þá mun fyrirtækið sömuleiðis enn vera að vinna sig frá þeim skaða sem fyrirtækið varð fyrir í náttúruhamförunum við Mexíkóflóa síðastliðið haust.