Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent á evrusvæðinu á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Þetta jafngildir 2,4 prósenta hagvexti á árs grundvelli og hefur hann ekki verið meiri síðastliðin fimm ár.
Til samanburðar jókst hagvöxtur um 0,6 prósent á sama tíma í Bandaríkjunum en um 0,2 prósent í Japan.
Framkvæmdastjórn ESB spáir nokkuð minni hagvexti á yfirstandandi ársfjórðungi eða 0,7 prósentum, og 0,65 prósentum á síðasta fjórðungi ársins.