Viðskipti erlent

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Evrur.
Evrur.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október.

Verðbólgulækkunin kemur hagfræðingum hins vegar í nokkuð á óvart enda var búist við hærri mælingu líkt og í Bandaríkjunum, en þar hækkaði verðbólgan um 0,4 prósent í júlí, sem er tvöföldun á milli mánaða.

Verðhækkanir á eldsneyti og öðrum orkugjöfum er áhyggjuefni, að mati evrópska seðlabankans en verðbólgan er nokkuð yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum bankans.

Þá mældist 2,4 prósenta verðbólga í Bretlandi í síðasta mánuði en varað hefur verið við því að hún geti farið í 2,7 prósent ef ekki verði gripið til aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×